23.02.2024
Það var vel við hæfi á röndótta/litríka degi Reykjahlíðarskóla að fulltrúar foreldrafélags skólanna, þau Karen og Benedikt Orri, færðu okkur fána fjölbreytileikans að gjöf. Fáni fjölbreytileikans minnir okkur á það að ekki eru allir eins og allir eiga rétt á að vera eins og þeir vilja vera, án þess að meiða aðra. Við þökkum kærlega fyrir gjöfina og munum finna fánanum góðan stað hérna innandyra hjá okkur þar sem hann er ekki gerður fyrir flaggstöng í íslensku veðurfari.
14.02.2024
Þann 7. febrúar fór fram skákmót Reykjahlíðarskóla. Keppt var í tveimur flokkum, yngri (1.-4. bekkur) og eldri (5.-9. bekkur) og notast var við Monrad kerfið. Nemendur höfðu verið duglegir að æfa sig að tefla og kunna langflestir mannganginn. Mótið gekk afar vel og stóðu nemendur sig af stakri prýði. Veitt voru viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku auk þess sem þrjú efstu í hvorum flokki fengu sérstaka viðurkenningu, viðurkenningarnar voru veittar viku síðar eða á öskudaginn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
10.11.2023
Velkomin/nn á nýju heimasíðu Reykjahlíðarskóla!
Við stefnum auðvitað á að vera duleg að uppfæra síðuna og setja inn fréttir reglulega.
Myndir er að finna á appinu PintoMind og hægt að hafa samband ef ykkur vantar lykilorð og fréttabréf sent út mánaðarlega - en það er einnig hægt að finna undir flipanum "Fréttabréf".
Ef þið sjáið að það vantar upplýsingar á síðuna ekki hika við að láta okkur vita, betur sjá augu en auga :)