Skólastarf hefst

Í dag verður skólasetning Reykjahlíðarskóla kl 16:00 í Krækiberjalundi.

Margir gleðjast yfir að nú færist rútínan yfir og lífið er komið í aðeins fastari skorður, sem einkennast af reglu og staðfestu, uppbyggingu, samvinnu og gleði. Við viljum byggja á lífsgleði, vellíðan og uppbyggilegri gagnrýni – en hugarfar okkar skiptir mestu máli. Temjum okkur jákvæðni, búumst við því besta og þá koma lausnir og tækifærin til okkar.

Á morgun hefst svo skólinn með hefðbundnu sniði kl 08:30.