Foreldrafélag

Foreldrafélag 

Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Stjórn foreldrafélagsins

Benedikt Orri Pétursson

Sylvía Ósk Sigurðardóttir

Karen Ósk Kristjánsdóttir

Lög foreldrafélaga skólanna í Mývatnssveit

1.gr. Félagið heitir Foreldrafélag skólanna í Mývatnssveit. Þeir eru: Reykjahlíðarskóli, Tónlistarskóli Mývatnssveitar og Leikskólinn Ylur. Heimili þess og varnarþing er í Skútustaðahreppi.

2.gr. Markmið félagsins er að vinna að heill og hamingju nemenda og stuðla að því að skólarnir geti á hverjum tíma fullnægt fyllstu kröfum sem til þeirra verða gerðar. Markmiði sínu hyggst félagið ná með því m.a.:

Að koma á umræðufundum um skóla og uppeldismál almennt, í samráði við skólana.

Að veita skólum lið svo aðstæður til náms og félagslegra starfa verði samkvæmt kröfum hvers tíma.

Að veita aðstoð vegna ákveðinna verkefna og starfa í skólunum.

3.gr. Innan félagsins skal vera stjórn skipuð foreldrum. Stjórnin skipar tveggja manna uppstillinganefnd sem skilar tillögu til aðalfundar um þriggja manna aðalstjórn og tvo varamenn. Í aðalstjórn skulu tveir kosnir til eins árs og einn til tveggja ára. Velja skal foreldra úr öllum skólunum og leitast við að þeir séu frá sem flestum aldurshópum nemenda. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnendur skólanna eða fulltrúar þeirra eiga rétt til setu á stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétt.

4.gr. Félagsstjórn skal ekki sinna einkamálum eða hafa afskipti af vandamálum sem upp kunna að koma milli einstakra barna og/eða forráðamanna þeirra og starfsmanna skólanna.

5.gr. Aðalfund félagsins skal halda í september ár hvert og telst hann löglegur ef boðað er til hans með viku fyrirvara. Á aðalfundi flytur fráfarandi stjórn skýrslu um störf félagsins á liðnu ári og kosin skal ný stjórn.