Nemendafélag

Nemendaráð:

5. bekkur - Sesselja Lóa
6. bekkur - Bjartur
7. bekkur - Rut
8. bekkur - Marion og Heimir
9. bekkur - Jóhanna Celina

Nemendafélag Reykjahlíðarskóla samanstendur af fimm nemendum í 6.-10.bekk. Hver bekkur hefur einn fulltrúa og einn varafulltrúa. Fulltrúi 10. bekkjar er að jafnaði formaður nemendafélagsins.

Hlutverk nemendafélagsins:

  • Skipuleggja félagsstarf nemenda í 5. - 10. bekk allt skólaárið,
  • Opin hús
  • Böll
  • Mývómót
  • Sjá um sjoppu á jólabingói og páskabingói Mývetnings
  • Sinna öllum undirbúningi fyrir þessa viðburði sem og frágangi með aðstoð annarra nemenda.

Einnig er starfrækt sjoppuráð sem í sitja tveir nemendur. Sjoppustjóri er nemandi í 10. bekk og með honum er nemandi úr 9. bekk sem að ári verður sjoppustjóri.

Einn kennari hefur yfirumsjón með nemendafélaginu og félagsstarfinu.