Mötuneyti

 

Nemendur og starfsfólk skólans geta fengið morgun- og hádegisverð, einnig ávexti tvisvar á dag mánudaga til fimmtudaga og einu sinni á föstudögum. Skráning í mötuneyti fer fram í upphafi skólaárs. Mötuneyti er nemendum að kostnaðarlausu. Verð til starfsmanna er áætlað að hausti og sér skrifstofa Þingeyjarsveitar um að innheimta greiðslur mánaðarlegar.