Öryggi og velferð

Reykjahlíðarskóli á að vera griðastaður barnanna og mikil ábyrgð hvílir á starfsfólki að hlúa að
börnum og veita þeim öryggi í daglegu starfi. Velferð allra er sameiginlegt verkefni en félagsleg
staða nemenda og starfsmanna er ólík. Það er mikilvægt að nemandi njóti bernsku sinnar og eigi
góðar minningar úr skóla. 

Reykjahlíðarskóli staðfestir sýn sína á velferð barna með sýn og stefnu skólans en einkunnarorð
skólans - virðing - vellíðan - árangur - skulu einkenna allt skólastarfið. 

Handbók:
Öryggi og velferð í Reykjahlíðarskóla handbók