Fréttir

Árshátíð Reykjahlíðarskóla fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17:30

Unglingastig skólans setur upp hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi og aðrir námshópar sýna sínar útfærslur á skemmtilegum ævintýrum. Miðaverð er 1500 krónur fyrir 16 ára og eldri og boðið verður upp á kaffi og smákökur í hléi. Tilvalið tækifæri til að sjá hversu mikil vinna og gleði er fólgin í skapandi starfi nemenda. Öll eru velkomin!

Til hamingju Maríon Edda

Í byrjun skólaárs tóku nemendur unglingastigs þátt í Fernuflugi, sem er textasamkeppni mjólkursamsölunnar.

Glæsilegur árangur í First Lego League keppninni

Liðið, Jóhannes´s Minions, keppti í vélmennakappleik á stóra sviðinu þar sem þau voru búin að forrita og byggja þjark úr legokubbum til að leysa ákveðnar þrautir. Þau náðu svo glæsilegu 2. sæti í nýsköpunarverkefninu en verkefnið þeirra þeirra vakti mikla athygli. Þau hönnuðu vélmenni sem greinir lit og áferð jarðvegs, sem var bæði snjallt og hagnýtt.