Í byrjun skólaárs tóku nemendur unglingastigs þátt í Fernuflugi, sem er textasamkeppni mjólkursamsölunnar. Allir nemendur sendu frá sér ljóð sem bar heitið "Að vera ég". Framúrskarandi textar eftir 48 grunnskólanema voru valdir til birtingar á mjólkurfernum MS og á Reykjahlíðarskóli þar fulltrúa.
Maríon Edda Stefánsdóttir í 10.bekk, á texta sem mun birtast á nýju ári á mjólkurfernum landsmanna. Við viljum óska henni hjartanlega til hamingju.