Skólaslit Reykjahlíðarskóla

Þann 31. maí var skólaári Reykjahlíðarskóla formlega slitið á fallega útikennslusvæðinu okkar, Krækiberjalundi.

Fyrri part dags voru nemendur í útiverkefnum með starfsfólki í blíðskaparveðri, við grilluðum hamborgara á lóðinni og fengum okkur ís.

Klukkan 13.00 voru svo foreldrar og fjölskyldur nemenda mætt og athöfnin hófst. Við kvöddum tvo kennara þau Corneliu og Stefán og þökkum þeim kærlega fyrir vel unnin störf á síðastliðnum árum.
Í lokin tóku nemendur svo lagið og sungu Maístjörnuna – viss um að nokkrir hafi fengið kusk í augun.

Hér má sjá upptöku af söngnum 

Takk kærlega fyrir veturinn við hlökkum til að hitta ykkur eftir sumarfríð, njótið sumarsins megi það vera stútfullt af gleði, hlátri og góðum minningum.