Á dögunum fékk nemendafélagið góðan styrk frá Landsvirkjun sem nýttur var upp í kaup á skólabolum fyrir skólann að eiga við ýmis tækifæri. Nemendur völdum bleika boli og í tilefni bleika dagsins í gær voru þeir mátaðir og tekin hópmynd af nemendum skólans.
Við þökkum Landsvirkjun kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum til að nota bolina við ýmis tækifæri.
Í byrjun vikunnar komu Ingibjörg Lukka skólahjúkrunarfræðingur og Jóna Ósk hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni í heimsókn til okkar á unglingastigi og voru með kennslu í endurlífgun. En um daginn fékk skólinn 6 endurlífgunardúkkur að gjöf frá Kvenfélagi Mývatnssveitar og Slysavarnardeildinni Hring.
Í dag fengu nemendur á unglingastigi góða heimsókn frá Framsýn. Aðalsteinn Árni og Aðalsteinn J. mættu frá félaginu og fóru yfir starfsemi þess og fræddu nemendur um tilgang félagsins og hvernig það hjálpar þeim þegar þau fara á vinnumarkaðinn.
Nemendur okkar stóðu sig frábærlega í Lífshlaupinu, landsátaki í hreyfingu, sem fram fór í febrúar. Í grunnskólakeppninni náði skólinn glæsilegum árangri og lenti í 5. sæti á landsvísu með heildarfjölda 62.050 hreyfimínútna.