Skólabolir

Á dögunum fékk nemendafélagið góðan styrk frá Landsvirkjun sem nýttur var upp í kaup á skólabolum fyrir skólann að eiga við ýmis tækifæri. Nemendur völdum bleika boli og í tilefni bleika dagsins í gær voru þeir mátaðir og tekin hópmynd af nemendum skólans.
Við þökkum Landsvirkjun kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum til að nota bolina við ýmis tækifæri.