Nemendur í 1. - 4. bekk fóru sjö sinnum í sund á Laugum 28. ágúst - 5. september. Kennslan gekk vel, nemendur stóðu sig mjög vel og framfarir voru góðar. Mikil ánægja var með nýju sturtuaðstöðuna í búningsklefunum og óskum við ÍML til hamingju með uppfærsluna.
Á miðvikudaginn 16. maí var haft mikið gaman í nærumhverfi skólans sem við kölluðum Grænfánafjör. Nemendur leystu ýmis verkefni í sameiningu í þar sem við samtvinnuðum hreyfingu og náttúruvernd.