Skoffín og skringilmenni í Ýdölum

Leikhópurinn Hnoðri í norðri bauð á sýninguna, Skoffín og skringilmenni. Skoffín og skringilmenni er létt hrollvekjuópera með gamansömu ívafi sem byggir á hinum íslenksa þjóðsagnararfi. Sýningin er ætluð nemendum á miðstigi og sameinuðust miðstig Reykjahlíðarskóla og Þingeyjarskóla í Ýdölum. Flytjendur sýningunnar eru Erla Dóra Vogler, Björk Níelsdóttir og Jón Þorsteinn Reynisson, höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir. 

Við þökkum þeim kærlega fyrir skemmtilega sýningu og nemendur skemmtu sér konunglega.