Þessa dagana er margt spennandi að gerast hjá okkur í leikskólanum!
Við erum að vinna verkefni tengd heiminum og geiminum ásamt því að undirbúa ískastalagerð :)
Börnin í Öskju hafa verið að mála plánetur og stjörnur ásamt því að fræðast um himingeiminn og stjörnumerki. Í Kröflu eru börnin þessa dagana að fræðast um himingeiminn með áherslu á tunglið. Í útikennslu eru krakkarnir í Kröflu á fullu að undirbúa ískastalagerðina sína með því að setja vatn í mjólkurfernur. Við viljum því hvetja ykkur til að halda áfram að vera dugleg að koma með tómar mjólkurfernur handa okkur í leikskólann :)